spunaljóðið
hingað kom hún Bína
hún fór mig að rýna
svo vildi hún sýna
mér einn síma

þá fór ég og setti
fetti mig og bretti
fésið ég gretti
það hræddi ketti

þeir hlupu til Óla
sem drakk kóla
fór svo að hjóla
beint í skóla

í ríminu ég er ruglaður
vankaður og truflaður
kolvitlaus og kalkaður
eins og fóli fatlaður

gekk fram tanga
það var kvöldið langa
sá ég stúlkuna svanga hanga
hún vildi litla Manga fanga

en var það gaurinn
sem átti aurinn
í vasann hafð´ann maurinn
hann gekk á staurinn

stoppaði við hús
þá hoppaði upp ein mús
eins og lítil lús
hræddist hún allt knús  
Gestur
1972 - ...
desember 2001
© Gestur
<a href="mailto:gestur@svaka.net">gestur@svaka.net</a>
<br>


Ljóð eftir Gest

stjarnan mín
hugurinn
sonnettan um dóru
ljóð 1
rólega lagið
spunaljóðið
ljóð 2
sólarljóð
skilningur
dagurinn
fiðrildið
tjörnin tæra
smá pæling
ekkert meir
ritningin fullmótuð, en samt ókláruð !
Sálmur: Ó HVE MIKILL ÞÚ ERT
lag: Snerting
hugarleiftur