Borg
Í miðri hringiðu aldanna
stöndum við frosin
með ryðgaðan lykil
við erum ný
alltaf ný
þéttur veggur
af röddum og hlátrasköllum
umlykur breyskleikann
sem streymir úr augum okkar
vot, stingandi, ringluð
staðfestan horfin
nema þetta sé nýtt
upphaf
hvert andlit
er fellibylur
með sérnafn
hvert andlit
geymir skráargat
lykillinn gengur ekki
að neinu þeirra
nema okkar eigin
Í hringiðu aldanna
stöndum við varnarlaus
andinn er til staðar
röddin er til staðar
litir, útlínur og skuggar
nánast fullkomnir
en við höfum ekki
kjark né hug
til þess
... að opna
stöndum við frosin
með ryðgaðan lykil
við erum ný
alltaf ný
þéttur veggur
af röddum og hlátrasköllum
umlykur breyskleikann
sem streymir úr augum okkar
vot, stingandi, ringluð
staðfestan horfin
nema þetta sé nýtt
upphaf
hvert andlit
er fellibylur
með sérnafn
hvert andlit
geymir skráargat
lykillinn gengur ekki
að neinu þeirra
nema okkar eigin
Í hringiðu aldanna
stöndum við varnarlaus
andinn er til staðar
röddin er til staðar
litir, útlínur og skuggar
nánast fullkomnir
en við höfum ekki
kjark né hug
til þess
... að opna
Gárungagap (Nykur, 2007). Allur réttur áskilinn höfundi.