Huli jing
Ungar mjaðmir
liðast, vekja
svarta fýsn.

Mórautt hár
eftir mjóbaki
tælir bleikar hendur.

Gegnsæ slæða
gárast á svitaperlum.
Vofa svífur um lendur
minninga.

Níu sinnum
hlykkist líkami
hlykkist, hnykkist
hlykkist, hnykkist.

Níu sinnum
blotna varir
blotna, bogna
blotna, bogna.

Hvað sérðu?

Hvöss eyru?
Hræ í skolti?
Rófu? Rófur?

Hugrenning, dagrenning
horfin í skaut og skoru.
Þú átt þér enga von;
auður fastur í hlýrum,
æra hulin lygum.

Hvað sérðu?  
Emil Hjörvar Petersen
1984 - ...
Óútgefið efni, en verður væntanlega í næstu ljóðabók. Allur réttur áskilinn höfundi.


Ljóð eftir Emil Hjörvar Petersen

Vonandi
Minningarfasti I
Gárungagap
Tilveran
Borg
Almúgi / Valmúgi
Huli jing
Þorpið þagnar