Já, þú ert mín!
Já, þú ert mín, já, þú ert mín,
ó, þökk frá hjartans grunni!
Hver harmur deyr og húmið dvín,
og himinsól um löndin skín,
sem jörðin beri brúðarlín
og brosi móti unni.
Þú glitrar sjálf, sem gullið vín
og glæðir ljóð á munni.
Á mínum vegi er rós við rós,
ég reika milli blóma,
og geislar dansa ós frá ós;
frá efsta tind og fram til sjós
um lífsins yndi, ást og hrós
nú allir strengir hljóma.
Mér finnst sem húmið fæði ljós,
mér finnst ég sjálfur ljóma!
ó, þökk frá hjartans grunni!
Hver harmur deyr og húmið dvín,
og himinsól um löndin skín,
sem jörðin beri brúðarlín
og brosi móti unni.
Þú glitrar sjálf, sem gullið vín
og glæðir ljóð á munni.
Á mínum vegi er rós við rós,
ég reika milli blóma,
og geislar dansa ós frá ós;
frá efsta tind og fram til sjós
um lífsins yndi, ást og hrós
nú allir strengir hljóma.
Mér finnst sem húmið fæði ljós,
mér finnst ég sjálfur ljóma!