

Hér skín sólin
bara svo þú vitir það
þá vakna ég
á hverjum degi
við geisla að utan
en ekki að innan
Hérna er kaffið sterkt
svo hnausþykkt
að ef ég þekki þig rétt
fyndist þér það verra
en drullukökurnar í sveitinni
í gamladaga...
Í gær sat ég í lest
ekki á leið til Prag
eins og við létum okkur
dreyma um fyrir nokkrum
mánuðum síðan
Nei ég baða mig ekki
í dýum
án þín
né drekk þunnt kaffi
ein
Það er auðvelt að flýja
en það að halda sér flýjandi
minnir á Ólympíuleikana;
örvæntinguna nasavængjanna,
eldinn sem á aldrei að slokkna
en hlýtur að gera það af og til
Ég kem aftur
eftir innan við viku
Þú ert ekki ídeal manneskja
til að hafa endalaust
á aftanverðum augnlokunum
Og núna hérna
í sólinni
er mér sama um útitekna húð
og freknur
Eins og jeppi
er framlenging
á einu
er sólin framlenging
á öðru
bara svo þú vitir það
þá vakna ég
á hverjum degi
við geisla að utan
en ekki að innan
Hérna er kaffið sterkt
svo hnausþykkt
að ef ég þekki þig rétt
fyndist þér það verra
en drullukökurnar í sveitinni
í gamladaga...
Í gær sat ég í lest
ekki á leið til Prag
eins og við létum okkur
dreyma um fyrir nokkrum
mánuðum síðan
Nei ég baða mig ekki
í dýum
án þín
né drekk þunnt kaffi
ein
Það er auðvelt að flýja
en það að halda sér flýjandi
minnir á Ólympíuleikana;
örvæntinguna nasavængjanna,
eldinn sem á aldrei að slokkna
en hlýtur að gera það af og til
Ég kem aftur
eftir innan við viku
Þú ert ekki ídeal manneskja
til að hafa endalaust
á aftanverðum augnlokunum
Og núna hérna
í sólinni
er mér sama um útitekna húð
og freknur
Eins og jeppi
er framlenging
á einu
er sólin framlenging
á öðru