Blind

Ef ég væri fallegri,
hefðiru þá séð mig?
Ef ég hefði logið,
hefðiru þá hlustað?
Ef ég hefði spurt,
hefðiru þá svarað?
Sástu mig aldrei?
Fannstu aldrei þrána,
sem lýsti af mér?
Fannstu aldrei sársaukann,
sem kvaldi mig frammi fyrir öllum?
Ég beið eftir þér öll þessi ár,
sástu mig aldrei?
Þegar allir höfðu snúið við þér bakinu,
þegar ég stóð ein,
tókstu ekki einu sinni eftir mér?

Þú niðurlægðir mig.
Þú sviptir mig mannorðinu.
Þú kvaldir mig.
Sástu það ekki?

Allan tímann,
er þú lítilsvirtir mig,
stóð ég og hunsaði það.
Ég var vöruð við þér,
þau reyndu að koma mér í skilning um það,
en ég hunsaði það.
Ég elskaði þig.
Þú sást mig ekki?

Einn dag hafði ég staðið,
staðið – niðurlægð og óséð,
öll þessi ár,
án þín.
Einn dag kramdist hjartað.
Þú sást það ekki?

Mig sundlaði,
mig verkjaði.
Táraflóðin stóðu,
meðan þú varst með augun lokuð.
Eftir hafsjó,
opnuðust augun.
Ég skildi.

Lífið tók kipp.
Ástin hafði umbreyst
- hatur tók við
sástu það ekki ?
Ég óskaði þess að ég gæti safnað öllum tárunum
& drekkt þér með þeim.
Ég sá þig eitt sinn í ljósi,
en ég skil nú að það er bara myrkur.
Svartur – eins og sál þín.
Í stað þess að bíða og vona,
er ég nú með brúðu og nál.
Meðan ég þrýsti stálinu
í gegnum tómst höfuðið,
óska ég þér dauða.
Ég beið þín.
Nú bíður þú mín.


 
Anita
1993 - ...
Lítið ljóð sem ég dundaði mér við að setja saman einhverja andvökunótt.


Ljóð eftir Anitu

Blind
Án titils.
Misnotkun.
Ég er...
Fyrirgefðu mamma
....
Hugarórar