Misnotkun.
Ég er ekki hér.
Þetta sem stendur fyrir framan þig,
þetta sem er af holdi & blóði,
þetta sem talar með röddu minni,
þetta sem þú heyrir hjartslátt & andardrátt frá,
- þetta er ekki ég.

Ég er löngu farin.
Það varst þú, manstu?
Það varst þú sem snertir mig,
það varst þú sem hræddir mig,
það varst þú sem sagðir mér að þegja,
það varst þú sem neyddir mig,
það varst þú sem hélst áfram,
það varst þú sem hraktir mig burtu héðan,
- það varst þú.

Manstu ekki eftir mér?
Ég er hún.
Ég er litla stelpan.
Ég er barnið sem þú tældir,
ég er barnið sem þú hræddir,
ég er barnið sem þú neyddir,
ég er barnið sem þú svívirtir,
ég er barnið sem hágrét & bað þig að hætta,
ég er barnið sem grátbað þig,
ég er barnið sem þú snertir,
- ég er hún.

Þú drapst mig.
Þú eyðilaggðir líf mitt,
þú svívirtir mig,
þú notaðir mig,
þú gerðir mig að því sem ég er í dag,
- liltu, dánu, einmanna, svívirtu barni.

Það er þín vegna,
sem ég vil ekki vera snert.
Það er þín vegna,
sem ég hræðist suma menn.
Það er þín vegna,
sem ég get ekki tjáð mig.
Það er þín vegna,
- sem ég get ekki lifað.

Og veistu hvað?
Ég fyrirgef þér.
Ég fyrirgef þér að hafa eyðilaggt líf mitt,
ég fyrirgef þér að hafa notað mig,
ég fyrirgef þér að hafa svívirt mig,
ég fyrirgef þér að hafa snert mig,
- ég fyrirgef þér að hafa drepið mig.

Ég veit.
Þú misnotaðir saklaust barn.
Þér verður refsað,
- en ég fæ lít mitt aldrei aftur.  
Anita
1993 - ...


Ljóð eftir Anitu

Blind
Án titils.
Misnotkun.
Ég er...
Fyrirgefðu mamma
....
Hugarórar