Fyrirgefðu mamma
Fyrirgefðu mamma
fyrirgefðu að ég var svona slæm
fyrirgefðu að ég var svona vond
við þig og alla hina mamma
fyrirgefðu að ég lét þig fara
í taugarnar á mér & öskraði á þig
fyrirgefðu að ég var ekki jafn góð
og þú bjóst við & jafn greind
og hinir fyrirgefðu
að ég var ekki jafn falleg og aðrar
né hagaði mér eins og þær
fyrirgefðu að ég gerði mistök
og allt klúðraðist fyrirgefðu
að ég féll aldrei inn í hópinn
né neinum líkaði við mig
fyrirgefðu að mér líkaði
myrkrið og dvaldist þar ósjaldan
með mína djöflatónlist eins og þú sagðir
fyrirgefðu að ég henti fötunum frá þér
eða klippti þau í ræmur
fyrirgefðu að við áttum
ekkert sameiginlegt fyrirgefðu
að ég kaus að líta svona út
og fæddist með þessa kynhneigð
fyrirgefðu að mér líkaði gatanir
og skreytti mig með þeim
fyrirgefðu að hann var ekki nógu góður
fyrir þig og hún af vitlausu kyni
fyrirgefðu að ég valdi mér þessa vini
og dæmdi þá af persónuleika
fyrirgefðu að ég hugsaði um ljóta hluti
og kostaði þig fúlgu fjár fyrir sálfræðingi
& geðlækni fyrirgefðu mér mamma
að ég varð veik og döpur
fyrirgefðu að ég lét þig aldrei
vita né bað sérfræðingana um hjálp
fyrirgefðu en ef þú hefðir tekið mér
eins og ég er hefði ég aldrei
skorið mig mamma.


 
Anita
1993 - ...


Ljóð eftir Anitu

Blind
Án titils.
Misnotkun.
Ég er...
Fyrirgefðu mamma
....
Hugarórar