Gönguferð (fyrir löngu)
Sól að morgni
hér er gott að ganga.

Handan fjallsins
er það sem alltaf bíður.

Handan fjarðarins
er það sem allir forðast.

Handan götunnar
er það sem hugurinn girnist.

Handan hússins
er það sem samviskan hafnar.

Handan gangsins
er það sem andinn þráir.

Handan þrepsins
er það sem forboðið er.

Húmar að kveldi
hér er gott að vera.
 
Mópeis
1955 - ...


Ljóð eftir Mópeis

Í Leníngrad 1974
Gönguferð (fyrir löngu)
Köld nótt við Pollinn
Allt heimsins vanþakklæti. (Hugleiðing um löngu liðið og farið)
Ungur ég var
Afródíta
Kirkjugarðar í Luxemburg
Jónas frá Hriflu
Einmana sál í Pétursborg
Gömul ljósmynd
Mynd að vestan
Álka
Kannski - ekki?
Á móti honum
Pelagia
Seltjarnarnespassía
Minning úr Álftafirði
Á krossgötum
Undir regnbogafána