Gömul ljósmynd
Í grasinu, vænting, bros í miðri ferð.
Bláhvítur himinn, grænar hlíðar,
ljósslegið hár bærist í golunni, rauðar varir
gefa ungu fólki vonir, albjört nótt.
Framtíðin brosir við samferðafólki.

Í fjarska, fjallið, sólslegnir tindar himinháir,
endalaust upp, tíminn stendur í stað,
hvolfist yfir fjarskann eins og dökkir lokkar
niður hnarreist enni ungrar æsku.
Við sjóndeildarhring er lofað dansi og spili.

Hvert er heitið, vænting, draumur, hvert?
Áfram fjallið suður, galsi, kæti, gleði.
Ólgar von og þrá um heita vanga,
lófa í lófa, hendur um háls, kannski meir,
hvíslað í eyru, pískrað, falla fögur orð?
Enn er langt á endastöð.
 
Mópeis
1955 - ...


Ljóð eftir Mópeis

Í Leníngrad 1974
Gönguferð (fyrir löngu)
Köld nótt við Pollinn
Allt heimsins vanþakklæti. (Hugleiðing um löngu liðið og farið)
Ungur ég var
Afródíta
Kirkjugarðar í Luxemburg
Jónas frá Hriflu
Einmana sál í Pétursborg
Gömul ljósmynd
Mynd að vestan
Álka
Kannski - ekki?
Á móti honum
Pelagia
Seltjarnarnespassía
Minning úr Álftafirði
Á krossgötum
Undir regnbogafána