Kirkjugarðar í Luxemburg
Með óróa og hálfum hug
að hæðinni geng,
efast um það sem þar birtist
eða hvað hugurinn skilur.

Breiðist um brekku óravíða
steinar í þúsundavís
eins og hvítur dúkur
legsteinar látinna manna.

Ónot og kvíði, drúpi höfði
og spyr: ,,Var þetta til einskis?”
Minningarmörk þeirra
er bandamenn misstu.

Steinsnar frá, óþekktar,
huldar trjám og gróðri
í hundraðavís eru grafir óvinarins.
 
Mópeis
1955 - ...


Ljóð eftir Mópeis

Í Leníngrad 1974
Gönguferð (fyrir löngu)
Köld nótt við Pollinn
Allt heimsins vanþakklæti. (Hugleiðing um löngu liðið og farið)
Ungur ég var
Afródíta
Kirkjugarðar í Luxemburg
Jónas frá Hriflu
Einmana sál í Pétursborg
Gömul ljósmynd
Mynd að vestan
Álka
Kannski - ekki?
Á móti honum
Pelagia
Seltjarnarnespassía
Minning úr Álftafirði
Á krossgötum
Undir regnbogafána