Álka
Undir Vébjarnarnúp
rís sker úr sjó,
útvörður landsins
teygir koll sinn
úr sjávarlöðri.
Vísar farendum veginn,
og gefur byr í segl
þeim sem fórnir færa.

Í vondum veðrum
rýkur sær á loft,
og vindar skella
á haf og land.
Ef Álka fær sitt
fá skip og menn
laun erfiðisins.
 
Mópeis
1955 - ...


Ljóð eftir Mópeis

Í Leníngrad 1974
Gönguferð (fyrir löngu)
Köld nótt við Pollinn
Allt heimsins vanþakklæti. (Hugleiðing um löngu liðið og farið)
Ungur ég var
Afródíta
Kirkjugarðar í Luxemburg
Jónas frá Hriflu
Einmana sál í Pétursborg
Gömul ljósmynd
Mynd að vestan
Álka
Kannski - ekki?
Á móti honum
Pelagia
Seltjarnarnespassía
Minning úr Álftafirði
Á krossgötum
Undir regnbogafána