Undir regnbogafána
Í litum regnbogans
má sjá litróf mannlífsins
á sama hátt
og litróf hugans.

Litróf hugans
stýrist af eðli mannsins
en litróf mannlífsins
af eðli regnbogans.

Eðli regnbogans
er fjölbreytileiki
sem enginn fær breytt.

Eðli hugans
er margbreytileiki
sem hægt er að breyta.

Af hverju
er margbreytileika hugans
stýrt af hálfum huga
til hins verra
gegn fjölbreytileika
mannlífsins?

Eru ekki allir litir regnbogans jafnir?  
Mópeis
1955 - ...


Ljóð eftir Mópeis

Í Leníngrad 1974
Gönguferð (fyrir löngu)
Köld nótt við Pollinn
Allt heimsins vanþakklæti. (Hugleiðing um löngu liðið og farið)
Ungur ég var
Afródíta
Kirkjugarðar í Luxemburg
Jónas frá Hriflu
Einmana sál í Pétursborg
Gömul ljósmynd
Mynd að vestan
Álka
Kannski - ekki?
Á móti honum
Pelagia
Seltjarnarnespassía
Minning úr Álftafirði
Á krossgötum
Undir regnbogafána