

Með óróa og hálfum hug
að hæðinni geng,
efast um það sem þar birtist
eða hvað hugurinn skilur.
Breiðist um brekku óravíða
steinar í þúsundavís
eins og hvítur dúkur
legsteinar látinna manna.
Ónot og kvíði, drúpi höfði
og spyr: ,,Var þetta til einskis?”
Minningarmörk þeirra
er bandamenn misstu.
Steinsnar frá, óþekktar,
huldar trjám og gróðri
í hundraðavís eru grafir óvinarins.
að hæðinni geng,
efast um það sem þar birtist
eða hvað hugurinn skilur.
Breiðist um brekku óravíða
steinar í þúsundavís
eins og hvítur dúkur
legsteinar látinna manna.
Ónot og kvíði, drúpi höfði
og spyr: ,,Var þetta til einskis?”
Minningarmörk þeirra
er bandamenn misstu.
Steinsnar frá, óþekktar,
huldar trjám og gróðri
í hundraðavís eru grafir óvinarins.