Álka
Undir Vébjarnarnúp
rís sker úr sjó,
útvörður landsins
teygir koll sinn
úr sjávarlöðri.
Vísar farendum veginn,
og gefur byr í segl
þeim sem fórnir færa.
Í vondum veðrum
rýkur sær á loft,
og vindar skella
á haf og land.
Ef Álka fær sitt
fá skip og menn
laun erfiðisins.
rís sker úr sjó,
útvörður landsins
teygir koll sinn
úr sjávarlöðri.
Vísar farendum veginn,
og gefur byr í segl
þeim sem fórnir færa.
Í vondum veðrum
rýkur sær á loft,
og vindar skella
á haf og land.
Ef Álka fær sitt
fá skip og menn
laun erfiðisins.