ÉG Á ERFITT MEÐ AÐ HÆTTA AÐ ELSKA ÞIG
Þegar ekkert er eftir nema bænin
en ósköpin öll af rafmagni í loftinu.

Biðin mitt eina vopn.
Bið eftir meistaraverki í grófum sviða
sem mun heilla þig upp úr skónum.
En andleg fátækt ín rímar við aðrar þjáningar mínar
svo sem fátækt.

Upp á von og óvon fer ég yfir naglana í dekkjunum.

Í kaupfélagi hamraðra járna eru nælaíðigapparötin búin
og allir örvamælar tómir.

Mig langar í faðm þinn.
Sökkva í barminn, ilmandi hálsakotið
og hvíla hendur á lendum þínum.
Svo bara næring í æð og bað þegar þú nennir.  
Þórhallur Barðason
1973 - ...


Ljóð eftir Þórhall Barðason

FJÖRUBORÐIÐ.
LÖNGUN
AF GERÐ KRÓKÓDÍLA
Þrír
SPURNING UM SAMA SVARIÐ.
PEGASUS
ÞAÐ ER MUNUR
FEIMNI TIL ÞÍN
EFTIR AÐ ÉG VARÐ VONLAUS
SNEMMA
Á MÁLA UPPI OG NIÐRI
TIL SKÝSINS ( I I )
MISTUR
Þrír II
EF ÞÚ HEGÐAR ÞÉR EKKI HEIMSKULEGAR EN ÞETTA
ÉG Á ERFITT MEÐ AÐ HÆTTA AÐ ELSKA ÞIG
DÚFAN HVÍTA