Naustabryggja
Þú komst til mín brotin í naustið
og ég baðaði þig í öldunnar róti
þegar blámi himinsins
rann saman við spegilsléttan flötinn
og saman við græddum sár.

Hvít seglin blöktu fyrir gluggum
og vörpuðu mildri birtu
á óvissunnar nagandi ótta
framtíðar hverfula land
er blasti við stafni en hvarf síðar í
ólgandi iðuköst hugrúna þinna.
 
Ærir II
1959 - ...


Ljóð eftir Æri

Í mörkinni
Hugljómi
Ljóðheimar
Urt
Meitill
Brot
Myrta
Stjörnurnar vikna
Bogaljós
Bið
Gleymdu mér ei
Besame
Bjarmi
Hrím
Blæbrigði
Dreyri
Haustlitir
Umferðarteppa
Óhræsið
Flótti
Blágrasadalur
Aðventa
Quantum
Ímynd
Söknuður
Spegill
Naustabryggja
Gyðja
Blómið
Aldagömul hús
Kvöld í Kína
Blómabreiða
Formaðurinn
Ljóðagrjót