

Þú komst til mín brotin í naustið
og ég baðaði þig í öldunnar róti
þegar blámi himinsins
rann saman við spegilsléttan flötinn
og saman við græddum sár.
Hvít seglin blöktu fyrir gluggum
og vörpuðu mildri birtu
á óvissunnar nagandi ótta
framtíðar hverfula land
er blasti við stafni en hvarf síðar í
ólgandi iðuköst hugrúna þinna.
og ég baðaði þig í öldunnar róti
þegar blámi himinsins
rann saman við spegilsléttan flötinn
og saman við græddum sár.
Hvít seglin blöktu fyrir gluggum
og vörpuðu mildri birtu
á óvissunnar nagandi ótta
framtíðar hverfula land
er blasti við stafni en hvarf síðar í
ólgandi iðuköst hugrúna þinna.