

pínulítil kúrir hún í lófanum,
grunlaus um hvað bíður hennar
eigandinn er þriggja ára ljóshærð telpa
innskeif og með hor
plastfata í hægri hendi
strýkur henni um bakið,
lirfan hlykkjast um lófann
kyssir hana og lyftir henni upp að sólinni
tekur um mittið og hristir hana aðeins til
lætur hana falla á gangstéttina
það heyrist ofurlítið skvamp
bleikur gúmmískór markar endalok lirfunnar
telpan kremur hana miskunnarlaust með fætinum
úr verður græn klessa
hundrað lirfur í plastfötu
grunlausar um hvað bíður þeirra
grunlaus um hvað bíður hennar
eigandinn er þriggja ára ljóshærð telpa
innskeif og með hor
plastfata í hægri hendi
strýkur henni um bakið,
lirfan hlykkjast um lófann
kyssir hana og lyftir henni upp að sólinni
tekur um mittið og hristir hana aðeins til
lætur hana falla á gangstéttina
það heyrist ofurlítið skvamp
bleikur gúmmískór markar endalok lirfunnar
telpan kremur hana miskunnarlaust með fætinum
úr verður græn klessa
hundrað lirfur í plastfötu
grunlausar um hvað bíður þeirra
21. júní 2008