Mynd af þér
augun svo stjörf
og kyrrlát
eins og tjörnin
og tjarnir almennt

ekkert blikk
algjör þögn
eins og nóttin
og nætur almennt

hreyfingarlaus
blá og marin
eins og fjallið
og fjöllin almennt

lífvana
þurr og köld
eins og bjargið
og björgin almennt

dáin
gleymd og grafin
eins og mynd
og myndir almennt

ég veit ekki hvort ég eigi að trúa því
að þetta sért þú
þarna á milli tjarnarinnar
fjallsins og bjargsins
í nóttinni
 
Guðrún Sóley Sigurðardóttir
1989 - ...
júní 2008


Ljóð eftir Guðrúnu Sóleyju Sigurðardóttur

Ást
Dauði prinsessu
Vetur
Hvað sérðu?
Fojj
Vonbrigði
P.S.
Til þín
Sann-leikur
Til eru fræ
17. júní
Lirfa
Gömul sál
Sunnudagsmorgunn
Einsemd
Góður maður
Vandamál
Aníta
Katrín
Þögul tár
Ljósmynd
Barn
Kreppa
Mynd af þér
Ljóð dagsins
Frásögn
Skógur
Ljóð-a
Heimsmynd
Bíómynd
Sjálfið
Draumur
Ráð við ritstíflu