Lirfa
pínulítil kúrir hún í lófanum,
grunlaus um hvað bíður hennar

eigandinn er þriggja ára ljóshærð telpa
innskeif og með hor
plastfata í hægri hendi

strýkur henni um bakið,
lirfan hlykkjast um lófann

kyssir hana og lyftir henni upp að sólinni
tekur um mittið og hristir hana aðeins til

lætur hana falla á gangstéttina
það heyrist ofurlítið skvamp

bleikur gúmmískór markar endalok lirfunnar
telpan kremur hana miskunnarlaust með fætinum
úr verður græn klessa

hundrað lirfur í plastfötu
grunlausar um hvað bíður þeirra
 
Guðrún Sóley Sigurðardóttir
1989 - ...
21. júní 2008


Ljóð eftir Guðrúnu Sóleyju Sigurðardóttur

Ást
Dauði prinsessu
Vetur
Hvað sérðu?
Fojj
Vonbrigði
P.S.
Til þín
Sann-leikur
Til eru fræ
17. júní
Lirfa
Gömul sál
Sunnudagsmorgunn
Einsemd
Góður maður
Vandamál
Aníta
Katrín
Þögul tár
Ljósmynd
Barn
Kreppa
Mynd af þér
Ljóð dagsins
Frásögn
Skógur
Ljóð-a
Heimsmynd
Bíómynd
Sjálfið
Draumur
Ráð við ritstíflu