Morgunljóð
Storknaðar strýk ég úr augunum
stírurnar endilangt baugunum.
Hárið hrært og úfið,
hafði í koddann grúfið.
Helvíti tæpur á taugunum.
Liðamót lúin og brakandi.
Líkaminn vægast sagt slakandi.
Harður í hálsi rígur.
Höfuðið aftur sígur.
Helst ég því varla við vakandi.
Þróttlaus af þreytu er dofnaður.
Þegar er hugurinn klofnaður.
Leggjast ljúfur í bólið?
Lifna við, komast á rólið?
Ljóðið mitt sem og er sofnaður.
stírurnar endilangt baugunum.
Hárið hrært og úfið,
hafði í koddann grúfið.
Helvíti tæpur á taugunum.
Liðamót lúin og brakandi.
Líkaminn vægast sagt slakandi.
Harður í hálsi rígur.
Höfuðið aftur sígur.
Helst ég því varla við vakandi.
Þróttlaus af þreytu er dofnaður.
Þegar er hugurinn klofnaður.
Leggjast ljúfur í bólið?
Lifna við, komast á rólið?
Ljóðið mitt sem og er sofnaður.
júní '08