Stundum erum við svona
Dagur er ekkert annað en það sem við mennirnir höfum skapað og drögum á eftir okkur,
alltaf nema á nóttunni því hún er notuð til annars t.d. að sofa eða læðast með hinu kyninu upp í rúm,
nú eða sama kyninu, fer eftir smekk. Svo ég drekk og hvað með það? Er eitthvað athugavert við það, ekki finnst mér það. Alla vega ekki í dag. En á morgunn þegar þynkan bankar bomm bomm og vekur upp
blóðuga fugla sem berja á hurðina mína og öskra á mig að koma út, og þú veist að bak við læstar dyrnar bíður ískaldur raunveruleiki sem nístir eins og frost í tennur, eins og eitthvað sem festist bara á manni og vill ekki fara. Mig langar mest að enda þetta líf en ég hef ekki hugsað út í það enn. En......það kemur að því,
það kemur með tímanum og blóðinu. sængin er minn flótti ég kúri undir henni og gref í sundur á mér hjartað til að blóðga sjálfan mig, því ég er hatrið í sjálfum mér, ég er bankið á hurðinni, ég er klórið á bakinu, ég er blóðið í augunum. Sálirnar sem ég hef skotið öskra í kringum mig, svartir baugarnir hanga undir augunum. Þær eru að gefast upp og vilja ekki lengur fylgja þessari nótt inn í myrkriðm, vilja hlaupa til baka og faðma daginn eins og barn faðmar móður sína í leit af ást.
Margir dagar , vikur mánuðir. Ég hef fengið nóg af sorgum og trega til að fylla mína ævi. Ég er að spá í því að fara burt og sökkva mér í hyldípi fensins, hverfa inn í myrkrið.

 
Abbibabb
1977 - ...


Ljóð eftir Abbibabb

dagbók
Ég vildi vera fugl
Sambúð með tímanum
Rifrildi
Stundum erum við svona
sorg 3
súpan mín er köld
óður til ljóðs
sorg 4
sorg 5
brotakvöl
veruleikrit
Húsaskjól fávitans
Lambakjöt á diskinn minn
Afbrýðisemi
VInnustaður
Gamlar syndir
Djamm útúrdúr
Brúðarlín
Brennandi hjörtu
ljóð án innblásturs
Bergmál skugganna
frá degi til dags
DÍS
fjaðrahamur
Neyddur til að þegja
ég elska að míga