Neyddur til að þegja
Ég gekk um daginn
Með vangann fullan af sorg
Og tár eins og viskíhiminn
Fallandi niður í klofið á mér
Kjarkleysi sem togaði í eyrun á mér
Svo þau löfðu eins og hor niður á malbikið
Hakan dróst eftir
Eins og lítill strákur sem eltir stóra bróður
Vangefnir dagarnir líða hver af öðrum
Hver mongólítinn af öðrum og deyja
Langt fyrir aldur fram
Draugur sem fylgir
Draugur sem sífellt eltir
Skugginn minn?
Nei
Það er eitthvað annað
Saltborið skrímsli með
Hrímaðan skráp eltir mig
Sem engin sér.
Augun glennast upp og stara á ferlíkið
Læt mig slengjast í götuna og þrái
Að vakna.
Meðan mér blæðir út
Í aðgerðarleysinu
Vofir skrímslið yfir mér
Salthnullungar fylla sár mín
Sem breytast samstundis í blóðrauða
demanta
Ég öskra með hjartanu
Ég öskra með höfðinu
Ég öskra með fótunum
Ég öskra með höndunum
Ég öskra eins lappirnar
séu slitnar af mér
En ég öskra ekki með munninum.
Miljón maurar þagnarinnar skríða á mér og byggja sér bú með þagnarfrumum mínum
Engin sá neitt
Enginn heyrði neitt
Bara ég
og
öll þessi
helvítis


þögn
 
Abbibabb
1977 - ...


Ljóð eftir Abbibabb

dagbók
Ég vildi vera fugl
Sambúð með tímanum
Rifrildi
Stundum erum við svona
sorg 3
súpan mín er köld
óður til ljóðs
sorg 4
sorg 5
brotakvöl
veruleikrit
Húsaskjól fávitans
Lambakjöt á diskinn minn
Afbrýðisemi
VInnustaður
Gamlar syndir
Djamm útúrdúr
Brúðarlín
Brennandi hjörtu
ljóð án innblásturs
Bergmál skugganna
frá degi til dags
DÍS
fjaðrahamur
Neyddur til að þegja
ég elska að míga