veruleikrit
vakandi sveima ég yfir
borginni, upplýstur af
götuljósum sem hlífa engum.
það er eins og þau elti mann,
Þegar dimmir og maður
vill bara fá að vera í friði og
Þá, já einmitt þá
lýsa þau eins skært og þau meiga þannig
að allir sjá
hvernig manni er innanbrjósts; berskjaldaður.
flótti er ómögulegur þó það sé það
fyrsta sem að kemur upp í hugann.
Það er engin leið út nema í gegnum
rörið sem liggur í gegnum nóttina
og inn í daginn.
 
Abbibabb
1977 - ...


Ljóð eftir Abbibabb

dagbók
Ég vildi vera fugl
Sambúð með tímanum
Rifrildi
Stundum erum við svona
sorg 3
súpan mín er köld
óður til ljóðs
sorg 4
sorg 5
brotakvöl
veruleikrit
Húsaskjól fávitans
Lambakjöt á diskinn minn
Afbrýðisemi
VInnustaður
Gamlar syndir
Djamm útúrdúr
Brúðarlín
Brennandi hjörtu
ljóð án innblásturs
Bergmál skugganna
frá degi til dags
DÍS
fjaðrahamur
Neyddur til að þegja
ég elska að míga