Brúðarlín
Vindurinn hvín, hvítt brúðarlín
rósfagra dís, eitt sinn var mín.
Örlagaöfl tóku öll völd
sit ég hér einn kvöld eftir kvöld.

Blóðið það rann, kuldann ég fann
fjaraðir út fanginu í.
Ekkert ég gat sagt neitt við því
nema að ég elska þig.

Í augnabliks tíð vitið það vék
ég fyrir það líð það sem eftir er.
Æ gefðu mér grið, ég grátbið þig
Ég þrái ró og dauðans frið.

Ekkert nú er eftir hér
og sektin hún er orðin óbærileg.
Ég lifað ey get hverja einustu stund
án þess að dreyma okkar seinasta fund.

Blóðbragðið finn, kinn við kinn
gerðu það vina, hleyptu mér inn.
Ég deyfi mig vel, svo verkurinn fer
fyrir vikið ekkert eftir af mér.

Allt sem ég man, man ég svo vel
hverja einustu nóttu ég græt mig í svefn
tárin ég vel og vandlega fel
sorgin hún er undir grímunni hér.  
Abbibabb
1977 - ...


Ljóð eftir Abbibabb

dagbók
Ég vildi vera fugl
Sambúð með tímanum
Rifrildi
Stundum erum við svona
sorg 3
súpan mín er köld
óður til ljóðs
sorg 4
sorg 5
brotakvöl
veruleikrit
Húsaskjól fávitans
Lambakjöt á diskinn minn
Afbrýðisemi
VInnustaður
Gamlar syndir
Djamm útúrdúr
Brúðarlín
Brennandi hjörtu
ljóð án innblásturs
Bergmál skugganna
frá degi til dags
DÍS
fjaðrahamur
Neyddur til að þegja
ég elska að míga