Rifrildi hjarta og hugar
Hugur skilur skrambi fátt
skæð hans heimskudæla
og aldrei tekur auka slátt
þó eflist sálarsæla.

Hjartað syngur rámri röst
og rosalega illa.
Syngur það um synd og löst
og sárum veldur kvilla.

Hugur litar heimskur grátt,
hol er hans tilvera.
Leiðigjarn og lætur hátt,
lítt við hann að gera.

Hjartað platar, plagar hug,
puð er það að bæla.
Ef ástarvæli vinn ég bug,
þá vert er það að kæla.  
Ari Freyr Kristjánsson
1986 - ...
júlí '08


Ljóð eftir Ara Frey

Þú ert hálfviti
Hvað ertu að hugsa?
Útrás
Morgunljóð
Ég nenni ekki neinu
12. júlí í Klambragili
Rifrildi hjarta og hugar
Stelpur
Nýtt nafn
Stundum
Ferðalöngun
Örlaganornirnar
Hamingjan
Ef ég væri Guð
Ástarþrá
Ritstífla
Ástir og eirðarleysi
Frumburður andskotans
Haustun
Þunglyndi
Pirringur