Rifrildi hjarta og hugar
Hugur skilur skrambi fátt
skæð hans heimskudæla
og aldrei tekur auka slátt
þó eflist sálarsæla.
Hjartað syngur rámri röst
og rosalega illa.
Syngur það um synd og löst
og sárum veldur kvilla.
Hugur litar heimskur grátt,
hol er hans tilvera.
Leiðigjarn og lætur hátt,
lítt við hann að gera.
Hjartað platar, plagar hug,
puð er það að bæla.
Ef ástarvæli vinn ég bug,
þá vert er það að kæla.
skæð hans heimskudæla
og aldrei tekur auka slátt
þó eflist sálarsæla.
Hjartað syngur rámri röst
og rosalega illa.
Syngur það um synd og löst
og sárum veldur kvilla.
Hugur litar heimskur grátt,
hol er hans tilvera.
Leiðigjarn og lætur hátt,
lítt við hann að gera.
Hjartað platar, plagar hug,
puð er það að bæla.
Ef ástarvæli vinn ég bug,
þá vert er það að kæla.
júlí '08