

Ég er eins og logn um miðsumar.
Hreyfðu mig.
Eins og kyrrt vatn í óbyggðum.
Gáraðu mig.
Eins og óskrifað blað skáldsins.
Skrifaðu mig.
Eins og hljómur í tónverki.
Spilaðu mig.
Eins og ósnert mjöll um vetur.
Snertu mig.
Og þá gerist allt.
Hreyfðu mig.
Eins og kyrrt vatn í óbyggðum.
Gáraðu mig.
Eins og óskrifað blað skáldsins.
Skrifaðu mig.
Eins og hljómur í tónverki.
Spilaðu mig.
Eins og ósnert mjöll um vetur.
Snertu mig.
Og þá gerist allt.