Stelpur
Ég sé ykkur vænar um göturnar valsa,
með vippandi hárið, laust við allan taum.
Þið mætið mér, léttur ég ljúfan fæ galsa,
og lifna allur við ef þið gefið mér gaum.
Að gægjast í sál ykkar, geri í huga.
Ég góðmennsku og sakleysi fæ þar að sjá.
Þá fyrir mér velti hvort væri þar smuga
og vonast svo til slíkrar stúlku að ná.
En þó margar snótirnar finnist mér fríðar,
svo frjóleitar, kátar og blíðar að sjá.
Eina ég leit, þó að vitjað sé víðar,
sem vænust mér þykir jörðinni á.
með vippandi hárið, laust við allan taum.
Þið mætið mér, léttur ég ljúfan fæ galsa,
og lifna allur við ef þið gefið mér gaum.
Að gægjast í sál ykkar, geri í huga.
Ég góðmennsku og sakleysi fæ þar að sjá.
Þá fyrir mér velti hvort væri þar smuga
og vonast svo til slíkrar stúlku að ná.
En þó margar snótirnar finnist mér fríðar,
svo frjóleitar, kátar og blíðar að sjá.
Eina ég leit, þó að vitjað sé víðar,
sem vænust mér þykir jörðinni á.
júní '08