Stelpur
Ég sé ykkur vænar um göturnar valsa,
með vippandi hárið, laust við allan taum.
Þið mætið mér, léttur ég ljúfan fæ galsa,
og lifna allur við ef þið gefið mér gaum.

Að gægjast í sál ykkar, geri í huga.
Ég góðmennsku og sakleysi fæ þar að sjá.
Þá fyrir mér velti hvort væri þar smuga
og vonast svo til slíkrar stúlku að ná.

En þó margar snótirnar finnist mér fríðar,
svo frjóleitar, kátar og blíðar að sjá.
Eina ég leit, þó að vitjað sé víðar,
sem vænust mér þykir jörðinni á.  
Ari Freyr Kristjánsson
1986 - ...
júní '08


Ljóð eftir Ara Frey

Þú ert hálfviti
Hvað ertu að hugsa?
Útrás
Morgunljóð
Ég nenni ekki neinu
12. júlí í Klambragili
Rifrildi hjarta og hugar
Stelpur
Nýtt nafn
Stundum
Ferðalöngun
Örlaganornirnar
Hamingjan
Ef ég væri Guð
Ástarþrá
Ritstífla
Ástir og eirðarleysi
Frumburður andskotans
Haustun
Þunglyndi
Pirringur