

Ég fangaði regnbogann í sólslegnum úðanum.
Baðaði mig í litrófinu, óskaði mér.
Hvíslaði óskina sem sannleikann eina í sunnanþeyinn.
Flögraðu um fiðrildi, fagnaðu.
Syngdu fyrir mig sólskríkja, syngdu.
Blítt, svo blítt.
Dansaðu við mig draumur, dansaðu.
Hægt, svo hægt.
Dansaðu með mér inn í haustið
Baðaði mig í litrófinu, óskaði mér.
Hvíslaði óskina sem sannleikann eina í sunnanþeyinn.
Flögraðu um fiðrildi, fagnaðu.
Syngdu fyrir mig sólskríkja, syngdu.
Blítt, svo blítt.
Dansaðu við mig draumur, dansaðu.
Hægt, svo hægt.
Dansaðu með mér inn í haustið