Örlaganornirnar
Urður mína æsku spann,
oftast hýru geði.
En heljarverk það vandast kann,
við það minnkar gleði.
Verðandi; sú brosir breitt,
en bölvar systrum illa.
Þekkir ömurð ekki neitt.
Enga hefur kvilla.
Skuldar þráður þunnur er,
þekkja hann vil og finna.
Þá grunar mig; hún gleymdi mér,
galin er sú kvinna.
oftast hýru geði.
En heljarverk það vandast kann,
við það minnkar gleði.
Verðandi; sú brosir breitt,
en bölvar systrum illa.
Þekkir ömurð ekki neitt.
Enga hefur kvilla.
Skuldar þráður þunnur er,
þekkja hann vil og finna.
Þá grunar mig; hún gleymdi mér,
galin er sú kvinna.
júlí '08