Ef ég væri Guð
Þá hefði ég skapast laus við alla leti
og laus við dugleysis mótblásandi byr.
Ég væri án vafa - svo galvaskur geti
gengið svo rösklega um gleðinnar dyr.

Laus væri við hjartans míns hormónaflæði
sem hrjáir mig stöðugt - óseðjandi þrá.
Þó elskaði gjörvalt, því gríðarlegt æði
og guðdómlegt væri að þekkja mig þá.

Fullkomnunni nálægt því gallalaus næstum,
ei nein sála bæri þó öfund til mín.
Svo hógvær og tiginn, á tindunum hæstum
ég teygði mig uppfyrir himnana sýn.

Svo örlátur, vitur og vasklegur drengur,
svo vandviss og hjálpfús, ég ráð veitti góð.
Svo hollur að heilsu, því lifði ég lengur,
svo lengi ég heyrði minn fagnaðaróð.
 
Ari Freyr Kristjánsson
1986 - ...
ágúst '08


Ljóð eftir Ara Frey

Þú ert hálfviti
Hvað ertu að hugsa?
Útrás
Morgunljóð
Ég nenni ekki neinu
12. júlí í Klambragili
Rifrildi hjarta og hugar
Stelpur
Nýtt nafn
Stundum
Ferðalöngun
Örlaganornirnar
Hamingjan
Ef ég væri Guð
Ástarþrá
Ritstífla
Ástir og eirðarleysi
Frumburður andskotans
Haustun
Þunglyndi
Pirringur