

Vindurinn hamast
á gróðri og grjóti.
Vælir og kveinar
í gluggum og dyrum,
hvert sem er litið
fólk hleypur í hringi
og veit ei sitt rjúkandi ráð.
Hundarnir góla
og gelta sig hása
kettirnir hvæsa
og klónum út stinga,
kýrnar í haga
jórtra ei lengur
og vita ei sitt rjúkandi ráð.
á gróðri og grjóti.
Vælir og kveinar
í gluggum og dyrum,
hvert sem er litið
fólk hleypur í hringi
og veit ei sitt rjúkandi ráð.
Hundarnir góla
og gelta sig hása
kettirnir hvæsa
og klónum út stinga,
kýrnar í haga
jórtra ei lengur
og vita ei sitt rjúkandi ráð.