Gullbrúðkaup ömmu og afa
Sá atburður gerðist eitt sinn úti í sveit
að sjómaður ylhýra stúlkukind leit,
og hjartað hans hamaðist senn.
Hann byrjaði snemma að dömunni að dást
og dálítil kviknaði í brjósti hans ást,
sem líklega leynist þar enn.
Hann elti hana á röndum og reyndi að ná
að ræna hennar athygli símanum frá -
það svolítið seinlega gekk.
En loks varð það úr að þau mæltu sér mót,
maðurinn ungi og hin ylhýra snót -
hann ósk sína uppfyllta fékk.
Þau áttu vel saman og sungu þann brag
sem sunginn er ennþá í Kjósinni í dag
og ómar um byggðir og ból.
Nú gerum við veislu þeim hjónum í hag
því hálf öld er síðan að kirkjunnar lag
skenkti sitt giftingarskjól.
Nú þökkum við ykkur
með þýðlyndum yl
að þess fáum notið
að þið séuð til.
að sjómaður ylhýra stúlkukind leit,
og hjartað hans hamaðist senn.
Hann byrjaði snemma að dömunni að dást
og dálítil kviknaði í brjósti hans ást,
sem líklega leynist þar enn.
Hann elti hana á röndum og reyndi að ná
að ræna hennar athygli símanum frá -
það svolítið seinlega gekk.
En loks varð það úr að þau mæltu sér mót,
maðurinn ungi og hin ylhýra snót -
hann ósk sína uppfyllta fékk.
Þau áttu vel saman og sungu þann brag
sem sunginn er ennþá í Kjósinni í dag
og ómar um byggðir og ból.
Nú gerum við veislu þeim hjónum í hag
því hálf öld er síðan að kirkjunnar lag
skenkti sitt giftingarskjól.
Nú þökkum við ykkur
með þýðlyndum yl
að þess fáum notið
að þið séuð til.
sept '08
Amma og afi fögnuðu 50 ára brúðkaupsafmæli 13. september sl.
Amma og afi fögnuðu 50 ára brúðkaupsafmæli 13. september sl.