Ástarglóð
Innst inni í mér
ég helst vil og vona
Þú komir hér til mín
og gerist mín kona

En til þess það geti
svo mögulega orðið
Þarf ég minn manndóm
að leggja á borðið

Mér sárt þótti mjög
að við þig skilja
En lifi í von
þú munir mig vilja

Er ást þína traust
og hjarta þitt unnið
Og margt sem á leið
okkar frá okkur runnið

Með hnút í maga
ég skrifa þér ljóð
Með hjartans von
þær kveik\'í ástarglóð

Í gegnum daginn
þú lifir með mér
Í hjarta mínu sem
ég eitt sinn gaf þér

Í huga mínum
þú situr sem fastast
Í veröld stórri
sem brosir sem bjartast  
Birgir Criminal ++
1977 - ...
Gleym mér ei...


Ljóð eftir Birgi

Farin
Ástarjátning
Hugsun
Dauðansmyrkur
Stjörnur augna þinna
Hugleikur
Ástarglóð