Nánd
Í fjarlægðinni
er fjallið blátt,
og þú getur trúað
að hlíð þess sé góð uppgöngu

en til að vita
með vissu,
hvort við rætur þess bíði lukkan

farðu þá þangað
og þú sérð og finnur
að bergið er grátt,
en ekki blátt

það er kalt viðkomu,
og títt er hlíðarfóturinn brattur,
ókleyfur

og þú getur þá snúið til baka
vitrari um það
að það er fjarlægðin ein
sem gerir fjöllin blá  
Dick Dodd
1972 - ...


Ljóð eftir Dick Dodd

Viðkynning
Sigling
Í dalnum
Af lyginni
Púsluspil
Þær líðandi stundir
Fljúgðu upp
Nánd