

Á mér eitthvað hvíldi, eins og níðþungt blý
ekki ég það skildi þartil hittumst við á ný.
Fingurnir, þeir dönsuðu og léku við ljóst hár
loksins kalli önsuðu þótt liðið hefði ár.
Nú aftur brjóstið titrar ég heyri nýjan hljóm
og hjartað fyllist hita -það þekkir þennan óm.
ekki ég það skildi þartil hittumst við á ný.
Fingurnir, þeir dönsuðu og léku við ljóst hár
loksins kalli önsuðu þótt liðið hefði ár.
Nú aftur brjóstið titrar ég heyri nýjan hljóm
og hjartað fyllist hita -það þekkir þennan óm.
(2008)