

Gullið ljósblik stjarnanna,
á koladimmum hausthimni,
leiðir hugann að ljósinu sem blikar í augum þínum.
Ljósblik augna þinna, seiðandi.
Speglar allar stjörnur haustnátta,
sem búa í augum þínum og dansa með norðurljósunum.
á koladimmum hausthimni,
leiðir hugann að ljósinu sem blikar í augum þínum.
Ljósblik augna þinna, seiðandi.
Speglar allar stjörnur haustnátta,
sem búa í augum þínum og dansa með norðurljósunum.