brotakvöl
undir bláum bjarma
birtist þú um nótt.
Hugurinn fer að harma
allt sem sagt var ljótt
Ótamin orðin streyma
yfir þig óvarða.
innihald illt geyma
skilja þig eftir barða.
þögnin þrúgir yfir
eftir orðarimmu.
ekkert eftir lifir
nema glóðin í augunum grimmu.
birtist þú um nótt.
Hugurinn fer að harma
allt sem sagt var ljótt
Ótamin orðin streyma
yfir þig óvarða.
innihald illt geyma
skilja þig eftir barða.
þögnin þrúgir yfir
eftir orðarimmu.
ekkert eftir lifir
nema glóðin í augunum grimmu.