Sally
Sara hét ung kona,
sem barni litlu átti von.
Gerðist það að dimmri nótt
að dó hún úr hitasótt.
Læknar börðust örlögin við
að koma barninu úr móðurkvið.
Komst það heilt úr húfi í öruggt skjól
en hvíldi aldrei í mömmuból.
Sally var kölluð litla stelpan,
andblæ bar hún með sér ferskan,
alin upp af ókunnugum,
langt í burtu, af nokkrum nunnum.
En Sally leiddist lífið kristna,
og vildi út til heimsins lysta.
Strauk hún af sér staðnað tárið
og hélt í burtu í morgunsárið.
Það eitt vissi hún að hún kynni,
að finna einhvern sem henni unni.
Líf sitt lagði hún að veði
til að finna þessa ómældu gleði.
Nú er Sally komin í heiminn út,
fann sér mann og lítinn kút,
lifir lífinu sem ávallt hún vildi
og þykir henni það mikið mildi.
sem barni litlu átti von.
Gerðist það að dimmri nótt
að dó hún úr hitasótt.
Læknar börðust örlögin við
að koma barninu úr móðurkvið.
Komst það heilt úr húfi í öruggt skjól
en hvíldi aldrei í mömmuból.
Sally var kölluð litla stelpan,
andblæ bar hún með sér ferskan,
alin upp af ókunnugum,
langt í burtu, af nokkrum nunnum.
En Sally leiddist lífið kristna,
og vildi út til heimsins lysta.
Strauk hún af sér staðnað tárið
og hélt í burtu í morgunsárið.
Það eitt vissi hún að hún kynni,
að finna einhvern sem henni unni.
Líf sitt lagði hún að veði
til að finna þessa ómældu gleði.
Nú er Sally komin í heiminn út,
fann sér mann og lítinn kút,
lifir lífinu sem ávallt hún vildi
og þykir henni það mikið mildi.