Í nótt
Í nótt
er kemur myrkur
situr hann við gluggann sinn
og starir út.
Hann hlustar á fuglana syngja,
regnið dembast, laufblöðin bærast,
og trjástofna vaxa.

Í nótt
er hann var að hlusta
heyrði hann skrítið hljóð.
Það var stúlkan sem var að kalla
og bjóða honum góða nótt.

Í morgun
er hann vaknaði, við gluggann
sá hann sólina koma upp.
Laufblöðin tindruðu, fuglarnir sungu
og steinarnir brostu.

Í kvöld
er hann sá hana labba
opnaði hann gluggann.
Í sólsetrinu kallaði hann til hennar
og bauð henni góða nótt.  
Heiðrún Fivelstad
1994 - ...


Ljóð eftir Heiðrúnu

Einmanaleiki
Perla Ósk
Sandra Dögg
Stærðfræðikennarinn
Náttúrufræði
Heiðrún
Sally
Guðs Öngulþveiti
Skólapúkinn
Tyggjóklessan
Í nótt
Skólastjórinn