

Stundum langar mig til þess
að vera eins og fuglinn,
frjáls óháður
og geta farið hvert sem
er þegar mig langar til þess.
Það eru forréttindi að geta flogið.
Í hrifningu hugans yfir þessum mætti sem ég hef ekki,
gleymast staðfastir þættir veruleikans
og heimurinn verður aftur í lit, hjartað mitt sveipað
regnbogaslæðu
og andardráttur
án takmarkanna.
Tilvistarkenning,
ég er hér tvífætt
og horfi á aðra
njóta sín í listflugi
lífsins.
að vera eins og fuglinn,
frjáls óháður
og geta farið hvert sem
er þegar mig langar til þess.
Það eru forréttindi að geta flogið.
Í hrifningu hugans yfir þessum mætti sem ég hef ekki,
gleymast staðfastir þættir veruleikans
og heimurinn verður aftur í lit, hjartað mitt sveipað
regnbogaslæðu
og andardráttur
án takmarkanna.
Tilvistarkenning,
ég er hér tvífætt
og horfi á aðra
njóta sín í listflugi
lífsins.
tileinkað persónu .....manni
allur minn réttur áskilinn
allur minn réttur áskilinn