Hið Dimma
Hrafnsaugu í skógardjúpi
þar sem rætur skjóta sér í jarðveginn
maður situr niðurbrotinn og harmsleginn
hylur sig í sorgarhjúpi

Fölur á hörund
leitar að logandi augum
stingandi stáltaugum
fullur af öfund

Sérhvert skref er hann tekur
loki skelfur mannsins tár
stendur á höfði hans hár
og tár úr augum hans lekur

Með hornauga lýtur til himna
Strýkur hljótt yfirborð móðurinnar
finnur golu ljúflega strjúka hans kinnar
lýsist loks hið dimma.
 
Aron Bragi Baldursson
1991 - ...


Ljóð eftir Aron Braga Baldursson

Biblical Proportions
Kreppan
Hið illa
Hið Dimma
Hvirfilvinda Draugar
Ragnarök
Þér var nær