Hvirfilvinda Draugar
það stendur hvað ég er
traustið sem lekur úr augum þér
hverfur í myrkrið
þar sem aðeins dimm dýr finna þau
stöldrum aðeins og hugsum

ég er ekkert nema draumur
en dreymandinn er dauður
hver sér mig hér, ef hér
er þar sem ég er ey
en get hvergi annars staðar verið

Ef þú ert partur af mér
sem þú telur þig vera
viltu eitthvað með mig hafa
ef ég er aðeins brot af raunveruleikanum.

Ég er aðeins blekking hugans
einkenni drukknunnar
í lífstíðar leyndardómi
næturnar.

Reykur og speglar
holdsins hinnsti draumur
í blindandi augum
í hvirfilvinda draugum.

Drengur lýtur dagsins ljós
dregur aðeins ályktanir
af heims og hugaflóði
þar sem áður fannst gróði
Fellur tár af barnablóði.
 
Aron Bragi Baldursson
1991 - ...


Ljóð eftir Aron Braga Baldursson

Biblical Proportions
Kreppan
Hið illa
Hið Dimma
Hvirfilvinda Draugar
Ragnarök
Þér var nær