

Þú stóðst þarna
undir ljósastaurnum
stjarna á sviði lífsins
Og ljósastaurinn
lýsti engum nema þér
Þú spilaðir
á hörpu tilfinninga minna
Þessa stjörnubjörtu nótt
En lagið
það fór aldrei á flug
Þú fórst
þegar leikur minn hófst
Sem stjörnuhrap í myrkrinu
í sömu andrá
og pera ljósastaursins dó
undir ljósastaurnum
stjarna á sviði lífsins
Og ljósastaurinn
lýsti engum nema þér
Þú spilaðir
á hörpu tilfinninga minna
Þessa stjörnubjörtu nótt
En lagið
það fór aldrei á flug
Þú fórst
þegar leikur minn hófst
Sem stjörnuhrap í myrkrinu
í sömu andrá
og pera ljósastaursins dó