Til hamingju með daginn!
Tíminn líður eins og ævinlega
aldur sumra kann að verða hár.
Það fyllir suma tómlæti og trega
að tíðum skuli koma glæný ár.
En bjartast ljómar indæl æviblíðan
og ekki finnst það neinum vera séns
að núna hafi hálf öld liðið síðan
í heiminn fæddist ofurlítill Jens.
En það er víst jafnsatt og sitthvað annað
sem menn hafa ritað niður á blað.
Og það ku vera löngu ljóst og sannað
að lífið sé nú komið vel af stað.
En þó að sumir vegir virðist tepptir
verður það að teljast alveg satt
að hálf öld er af lífinu\' ennþá eftir
þótt ef til vill hún muni líða hratt.
Jens er ekki öðrum mönnum líkur -
ofurlítið spes og stundum þver...
Af vinum mjög - og vandamönnum - ríkur,
sem viðurkennist augljóslega hér.
Og ævistörfin heilum helling skarta
frá hagfræði til sunds og rótarléns.
Nú syngjum við, með hlýju í hverju hjarta:
Til hamingju með daginn kæri Jens.
aldur sumra kann að verða hár.
Það fyllir suma tómlæti og trega
að tíðum skuli koma glæný ár.
En bjartast ljómar indæl æviblíðan
og ekki finnst það neinum vera séns
að núna hafi hálf öld liðið síðan
í heiminn fæddist ofurlítill Jens.
En það er víst jafnsatt og sitthvað annað
sem menn hafa ritað niður á blað.
Og það ku vera löngu ljóst og sannað
að lífið sé nú komið vel af stað.
En þó að sumir vegir virðist tepptir
verður það að teljast alveg satt
að hálf öld er af lífinu\' ennþá eftir
þótt ef til vill hún muni líða hratt.
Jens er ekki öðrum mönnum líkur -
ofurlítið spes og stundum þver...
Af vinum mjög - og vandamönnum - ríkur,
sem viðurkennist augljóslega hér.
Og ævistörfin heilum helling skarta
frá hagfræði til sunds og rótarléns.
Nú syngjum við, með hlýju í hverju hjarta:
Til hamingju með daginn kæri Jens.
10. janúar 2009 er fimmtugur Jens Pétur Jensen, faðir minn (með meiru).