

Okkur lýsa ekki vitar.
Okkur lýsa óvitar.
Óvitarnir okkar,
sem lýsa okkur mest;
og best.
þeir þurfa svo lítið að vita
því þeir eru svo mikið.
Við þurfum aftur á móti,
að vita meira - því við erum;
svo miklu miklu minna.
Þó við liggjum og hugsum,
um gátur getum og andann teygjum,
um víðáttu-velli og geima.
Þá er allt sem við erum;
Heima.
Okkur lýsa óvitar.
Óvitarnir okkar,
sem lýsa okkur mest;
og best.
þeir þurfa svo lítið að vita
því þeir eru svo mikið.
Við þurfum aftur á móti,
að vita meira - því við erum;
svo miklu miklu minna.
Þó við liggjum og hugsum,
um gátur getum og andann teygjum,
um víðáttu-velli og geima.
Þá er allt sem við erum;
Heima.