Netsonnetta að nóttu
Um Internetið vafrað hef ég víða
en veit þó sjálfur aldrei hvert ég stefni
og þjóð mín öll er fróm í fastasvefni.
Mér finnst að tíminn mætti hægar líða.

Á Yahoo fundin loks er leitarsíða
sem lætur mér í té allt sem ég nefni,
jafnt pólitík sem pornógrafískt efni
og prestar þar úr fylgsnum sínum skríða.

En dagsbrún nálgast hljóð úr austurátt
er augum sljóum rýni ég í skjáinn
og finn úr skrokknum fjara allan þrótt.

Að verða átta hringir klukkan hátt.
Ég horfi rauðum glyrnum út í bláinn,
til vinnu held og sofna sætt og rótt.  
Jón Ingvar Jónsson
1957 - ...


Ljóð eftir Jón Ingvar Jónsson

Kvöldvísa
Netsonnetta að nóttu
Íslenskt morgunljóð
Til móður minnar
Aðventuljóð
Björn Hafþór fimmtugur
Óður til Þjóðkirkjunnar
Vökuljóð á skerplu