Aðventuljóð
Sjá! Frúin, hún ryksugar, fægir og þvær
og flest sem að húsverkum lýtur
hún leysir, sá starfi er konum svo kær
og kvenlega eðlið sín nýtur.
Af alúð og natni hún undirbýr jól
svo ekki er mikið um næði,
en skáldið er hugsi í hægindastól
og heillast af ósömdu kvæði.  
Jón Ingvar Jónsson
1957 - ...


Ljóð eftir Jón Ingvar Jónsson

Kvöldvísa
Netsonnetta að nóttu
Íslenskt morgunljóð
Til móður minnar
Aðventuljóð
Björn Hafþór fimmtugur
Óður til Þjóðkirkjunnar
Vökuljóð á skerplu