Björn Hafþór fimmtugur
Ég óska þér heilla, þú austfirski Björn,
þótt undan nú fari að halla
og sókn þín að tindinum verði að vörn,
en vafalaust seint munt þú falla.
En Elli er glímin, sú grálynda frú,
svo gættu þín aldeilis drengur minn nú,
því kerlingin knésetur alla.

Þín æska er horfin og orka þín þver
og ýmislegt bilað og slitið
í fimmtugum skrokknum, en ótrúlegt er
samt ennþá í kjaftinum bitið.
Þótt skartir þú haustlitum, örvæntu ei,
því ennþá fær byrinn í seglin þitt fley,
það vex í þér þroskinn og vitið.

Ég þekki hann Björn sem hinn mætasta mann
og mannkostum hlaðinn og traustan,
sem hagyrðing snjallan sem Austfjörðum ann,
sem Íslending sterkan og hraustan.
Og hann mun nú búa við batnandi hag,
því barnsfaðir heitmeyjar Jósefs í dag
mun blessa hann Björn fyrir austan.  
Jón Ingvar Jónsson
1957 - ...


Ljóð eftir Jón Ingvar Jónsson

Kvöldvísa
Netsonnetta að nóttu
Íslenskt morgunljóð
Til móður minnar
Aðventuljóð
Björn Hafþór fimmtugur
Óður til Þjóðkirkjunnar
Vökuljóð á skerplu