Einstigi
Inn í nýjan dag.
Um þekktar götur.
Yfir hvíta mjöll.
Um gamla slóð.

Á sumardegi.
Yfir gróin engi.
Um svarta sanda.
Yfir jökulá.

Yfir fjallið,
í fjarskanum bláa.
Þessa vegferð í erli dags.

Um svarta nótt.
Inn í draumageim.
Innra með mér, ég einstigið feta.
Ég leita.

Hvar er hún leiðin að hjarta þínu.
Ég vil fanga fjársjóðina sem sál þín geymir.
 
Viðar Kristinsson
1960 - ...


Ljóð eftir Viðar Kristinsson

Steinhjartað
Snerting
Í kvöld
Regnboginn
Draumur
Án fyrirheita
Haustvindurinn
Allir litir himinsins
Kyrrð
Stjörnur
Undir vesturhimni
Undir vetrarhimni
Engladans
Kristalstár
Sólstafir
Einstigi
Tilvera
Vorvísa
Hvíslaðu
Hljómfall
Stemming
Ljósbogi
Áttir
Kaldi
Líf
Syndir mínar
Fjarlægðin
Grátur englanna